Nemendur frá Auburn háskóla heimsóttu Lífvísindasetur HÍ
Blái naglinn veitir styrki til grunnrannsókna á krabbameinum.
Doktor í læknavísindum - Anna Bryndís Einarsdóttir
Helga og Pétur hljóta kennsluverðlaun Heilbrigðisvísindasviðs
Vísindahópur undir forystu Péturs Orra Heiðarssonar hefur fengið 1,5 milljóna evra styrk, jafnvirði rúmlega 200 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknaráðinu (ERC).
Á dögunum fékk rannsóknarstofa Hans Tómasar Björnssonar, prófessors við Læknadeild Háskóla Íslands, 260 milljóna króna styrk (2 milljónir bandaríkjadala) til rannsókna á sjúkdómum þar sem stökkbreyting er í einum af þeim þáttum sem viðhalda svokölluðum utangenaerfðum (e. Mendelian disorders of the epigenetic machinery).
Hópur vísindamanna og annars starfsfólks sem stendur að umfangsmiklum innviðaverkefnum við Háskóla Íslands tók við ársfundarverðlaunum skólans í Hátíðasal Aðalbyggingar 15. júní að viðstaddri Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Fimmtudaginn 9. júní varði Anna Karen Sigurðardóttir doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands.
Miðvikudaginn 25. maí varði Auður Anna Aradóttir Pind doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands.
Þriðjudaginn 24. maí varði Qiong Wang doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands.
Hópur vísindamanna við fjölmargar stofnanir á sviði vistfræði á Íslandi tekur þátt í viðamiklu samstarfsverkefni með European Molecular Biology Laboratory (EMBL), samevrópskrar stofnunar á sviði sameindalíffræði, þar sem markmiðið er m.a. varpa nýju ljósi á samspil smæstu og stærstu lífvera og viðbrögðum þeirra við umhverfisbreytingum.
Tíu ára afmæli Lífvísindaseturs verður fagnað föstudaginn 22. apríl með glæsilegri dagskrá um leið og stefna setursins til næstu fimm ára verður kynnt.