Lífvísindasetur

Lífvísindasetur Háskóla Íslands er formlegt samstarf rannsóknahópa í sameinda- og lífvísindum.

Megin markmið Lífvísindaseturs er að stuðla að og efla rannsóknir í lífvísindum með uppbyggingu og rekstri kjarnaeininga.

Í Lífvísindasetri er reynt að tryggja að nýjasta tækni og aðferðir séu til staðar sem nýtast öllum rannsóknahópum og stofnunum setursins.

Samstarf rannsóknahópa setursins leiðir til betri nýtingar á tækjabúnaði og hagkvæmari rekstrareininga.

Image
Háskólabygging

Rannsóknir

Lífvísindaetri tengjast rannsóknahópar við aðrar deildir Háskóla Íslands svo sem Lyfjafræðideild, Líf- og umhverfisvísindadeild og Raunvísindadeild.

Auk þess tengjast rannsóknahópar frá öðrum stofnunum setrinu, svo sem Landspítala, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Háskólanum í Reykjavík, Háskólanum á Akureyri, Landbúnaðarháskólanum, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Krabbameinsfélagi Íslands. 

Starfsmenn setursins koma að kennslu innan Heilbrigðisvísindasviðs og Verk- og náttúruvísindasviðs Háskólans, bæði í grunn- og framhaldsnámi.

Image
Biomedical center