Header Paragraph

Kévin Ostacolo varði doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum

Image
Kévin Ostacolo varði doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum

Föstudaginn 17. nóvember 2023 varði Kristján Godsk Rögnvaldsson doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Samfélagslungnabólga meðal fullorðinna: Rannsóknir á völdum þáttum sem tengjast horfum og lifun. Community-Acquired Pneumonia among Adults: Studies on selected factors which associate with severe disease and risk of death.

Andmælendur eru dr. Jan Kristian Damås, prófessor við NTNU í Þrándheimi og St. Olavs háskólasjúkrahúsið, og dr. Pernille Ravn, yfirlæknir og klínískur dósent við Herlev og Gentofte sjúkrahúsið og Kaupmannahafnarháskola.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Magnús Gottfreðsson, sérfræðilæknir og prófessor og meðleiðbeinandi var Agnar Bjarnason, sérfræðilæknir og lektor. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Aðalsteinn Guðmundsson, sérfræðilæknir, Inga Sif Ólafsdóttir, sérfræðilæknir og lektor, og Kristján Orri Helgason, sérfræðilæknir.

Sædís Sævarsdóttir, prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðarsal Háskóla Íslands.

Ágrip
Samfélagslungnabólga er alvarlegur og algengur sjúkdómur sem getur þó verið erfitt að greina, sérstaklega meðal aldraðra. Skortur er á rannsóknum sem bera saman þá sem eru með einkenni lungnabólgu en án greinilegra íferða á lungnamynd við hina, sem eru með staðfesta lungnabólgu á lungnamynd. Sumar fyrri rannsóknir hafa bent til þess að gjöf asetýlsalicýlsýru (ASA) tengist lægri tíðni dauðsfalla í kjölfar lungnabólgu en aðrar ekki. Nýir meinvaldar lungnabólgu geta skyndilega sprottið fram, eins og gerðist í heimsfaraldri SARS-CoV-2, sem mikilvægt er að rannsaka. Upplýsingar skortir um tengsl kæfisvefns við tilurð alvarlegrar COVID-19 lungnabólgu.

Þrjú aðskilin gagnasöfn voru notuð í doktorsverkefninu. Í fyrsta lagi var gögnum safnað framskyggnt um tilfelli sem lögðust inn með grun um lungnabólgu á tímabilinu 2018-2019 (grein 1). Í öðru lagi var notast við afturskyggnt gagnasafn allra staðfestra ífarandi pneumókokkasýkinga 1975-2019 á Íslandi. Í þriðja lagi var gagnasafn um öll tilfelli með COVID-19 á Íslandi árið 2020 notað. Gagnlíkindahlutföll (GH) og hættuhlutföll (HH) voru reiknuð með líkindaskorsvigtun og lógistískri aðhvarfsgreiningu. 

Tilfelli með lungnabólgu ásamt íferð á lungnamynd voru líklegri til að mælast með hækkaðan líkamshita, hærra CRP og að greinast með meinvaldinn S. pneumoniae. Leiðrétt gagnlíkindahlutfall dauða þeirra sem voru með einkenni lungnabólgu án greinanlegrar íferðar miðað við þá sem voru með íferð innan 30 daga var 0,86 (95% öryggisbil (ÖB) 0,40-1,85) en 1,25 (95% ÖB 0,81-1,95) við 1 ár. Eftir leiðréttingu höfðu þeir sjúklingar sem fengu ASA betri lifun á tímabilinu 0-7 dögum eftir sýkingu (HH, 0,42, 95% ÖB 0,19-0,92), en ekki milli 7-30 daga eftir greiningu (HH 1,08, 95% ÖB 0,46-2,55). Meðal HH yfir eitt ár sýndi betri lifun þeirra sem fengu ASA en þeirra sem ekki voru á lyfinu (0,48, 9% ÖB 0,31-0,75). COVID-19 tilfelli sem höfðu kæfisvefn voru líklegri til að þurfa innlögn eða deyja en tilfelli sem voru með COVID-19 en ekki kæfisvefn í fullleiðréttu módeli (GH 2,0 95% ÖB 1,2-3,2). 

Klínísk einkenni lungnabólgu án íferða er algeng ástæða innlagna á sjúkrahús og þrátt fyrir að íferð sjáist ekki við myndrannsókn var dánartíðni ekki marktækt lægri en hjá þeim sem voru með staðfesta íferð. Notkun á ASA tengist lægri dánartíðni þeirra sem greinast með ífarandi pneumókokkalungnabólgu en þörf er á rannsóknum sem leiðrétta fyrir mögulegri skekkju heilbrigðari notenda. Kæfisvefn er áhættuþáttur fyrir sjúkrahúsinnlögn eða dauða meðal þeirra sem greinast með COVID-19 að teknu tilliti til bjögunarþátta. 

Abstract
Community-acquired pneumonia (CAP) is a common and serious disease, which can be difficult to diagnose, especially among older adults. However, studies are lacking comparing cases that have symptoms of pneumonia without radiographic confirmation of an infiltrate (SPWI) with those that have symptoms of pneumonia with radiographic confirmation. Some earlier studies indicated that acetylsalicylic acid (ASA) decreased mortality following pneumonia, but others did not. Pneumonia etiology can suddenly change, as observed recently in the SARS-CoV-2 pandemic. Information is lacking on the association of obstructive sleep apnea (OSA) with severe COVID-19.  

Three different datasets were used for the work presented in this thesis. In the first paper we performed a prospective study on cases hospitalized with suspected pneumonia over a one-year period (2018-2019). In the second paper we used a retrospective dataset on all invasive pneumocccal infections 1975-2019 in Iceland. In the third paper we used a dataset on all COVID-19 infections in Iceland in the year 2020. Odds ratio (OR) and hazard ratio (HR) was calculated using inverse probability weighting and logistic regression. 

When compared to SPWI, CAP cases more frequently had fever (≥38°C), higher CRP value and S. pneumoniae as microbial etiology. The adjusted OR of mortality for SPWI cases compared with CAP within 30 days was 0.86 (95% confidence interval (CI) 0.40-1.85) but 1.25 (95% CI 0.81-1.95) at 1 year. After adjustment ASA cases had a better survival 0-7 days after diagnosis (HR 0.42, 95% CI 0.19-0.92), but not between 7-30 days (HR 1.08 95% CI 0.46-2.55). Average HR over 1-year showed a better survival for the ASA cases compared to those not on ASA (0.48, 9%CI 0.31-0.75). COVID-19 cases with OSA were more likely to need hospitalization or die than cases that had COVID-19 but without a prior OSA diagnosis in a fully adjusted model (OR 2.0 95% CI 1.2-3.2). 

SPWI is a common reason for hospitalization and despite lacking radiographic infiltrates, mortality was not significantly lower than in CAP. The use of ASA is associated with lower mortality among those diagnosed with invasive pneumococcal pneumonia, but studies adjusting for healthy user bias are needed. OSA is a risk factor for hospitalization or death among those diagnosed with COVID-19.

Um doktorsefnið
Kristján Godsk Rögnvaldsson er fæddur árið 1990 á Sauðárkróki. Hann útskrifaðist af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri árið 2009. Kristján lauk BS-prófi og kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árin 2012 og 2015. Doktorsnám hans við Háskóla Íslands hófst formlega sumarið 2018.
Meðfram náminu sinnti Kristján einnig stundakennslu við Háskóla Íslands og hóf vinnu á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í ágúst 2022. Kristján hefur nú hafið sérnám í sýkla- og veirufræði við Ríkissjúkrahúsið í Kaupmannahöfn. Foreldrar Kristjáns eru Rögnvaldur Ragnar Símonarson og Kirsten Godsk. Kristján er kvæntur Salvöru Rafnsdóttur lækni og doktorsnema og saman eiga þau einn dreng, Stíg.  

Image
Kévin Ostacolo varði doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum

Kévin Ostacolo ásamt andmælendum og leiðbeinindum auk forseta Læknadeildar fyrir doktorsvörnina.