Header Paragraph

Nemendur frá Auburn háskóla heimsóttu Lífvísindasetur HÍ

Image
""

Hópur 18 nemenda frá Auburn University í Alabama í Bandaríkjunum var á ferð hér á landi dagana 6.-11. mars sl. Meginmarkmið ferðarinnar var að kynnast vísindasamfélaginu á Íslandi en flestir eru nemendurnir í námi í lífvísindum, erfðafræði og efnafræði og stefna á frekara nám í annað hvort heilbrigðis- eða erfðavísindum. 

Lífvísindasetur Háskóla Íslands er formlegt samstarf rannsóknahópa í sameinda- og lífvísindum hér á landi og því óskaði bandaríski hópurinn sérstaklega eftir að fá að heimsækja Lífvísindasetrið. Sett var upp dagskrá þann 9. mars þar sem vísindamennirnir Hans Tómas Björnsson, Yrsa Bergmann Sverrisdóttir, Sveinn Hákon Harðarson og Berglind Ósk Einarsdóttir héldu stutt erindi um sín sérsvið.

Auk heimsóknar í Háskóla Íslands fór nemendahópurinn frá Auburn University í heimsókn til Íslenskrar erfðagreiningar og heimsótti helstu ferðamannastaði á Suðurlandi.

Image
""

Nemendur frá Auburn háskóla heimsóttu Lífvísindasetur HÍ í byrjun mars en flestir eru nemendurnir í námi í lífvísindum, erfðafræði og efnafræði og stefna á frekara nám í annað hvort heilbrigðis- eða erfðavísindum.