Header Paragraph

Elísabet Alexandra Frick doktor í líf- og læknavísindum

Image
Elísabet Alexandra Frick doktor í líf- og læknavísindum

Fimmtudaginn 30. mars 2023 varði Elísabet Alexandra Frick doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: MicroRNA-190b í brjósta- og eggjastokkakrabbameini. MicroRNA-190b in breast and ovarian cancer.

Andmælendur voru dr. Carolyn M. Klinge, prófessor við University of Louisville School of Medicine, og dr. Bylgja Hilmarsdóttir, rannsóknarsérfræðingur á Landspítalanum.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Stefán Þ. Sigurðsson, prófessor, og meðleiðbeinandi var Þorkell Guðjónsson. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor emeritus, Arnar Pálsson, prófessor og Ásgerður Sverrisdóttir, sérfræðingur.

Dr. Þórarinn Guðjónsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Ágrip
Brjóstakrabbamein er algengasta gerð krabbameins sem greinist í dag og eru algengustu undirgerðir þess Luminal A og Luminal B. Þessar undirgerðir yfirtjá estrógenviðtakann (ER+) sem er lykilþáttur í myndun þeirra og tekur meðferð mið af því. MicroRNA (MiRNA) eru RNA-sameindir sem tjá ekki fyrir próteini en gegna hlutverki í genaþöggun eftir DNA umritun. Sýnt hafði verið fram á að microRNA-190b er yfirtjáð í ER+ brjóstakrabbameinum en örfá markgen hafa verið bendluð við sameindina. Í þessu verkefni var staðfest að miR-190b er yfirtjáð í ER+ brjóstakrabbameinum og að tap á DNA metýlun á stýrilsvæði tengist yfirtjáningu þess í meinunum. Einnig var sýnt að munur væri á brjóstakrabbameinsháðri lifun sjúklinga eftir því hvort tap hafði verið á DNA-metýlun á stýrisvæði miR-190b í krabbameinunum eða ekki. Markgen miR-190b í brjóstakrabbameini voru rannsökuð og skoðað hvort stýring á þeim hefði svipað forspágildi á horfur sjúklinga. Það fannst og staðfestist að RFWD3 er markgen miR-190b og að horfur sjúklinga eru verri þegar það er yfirtjáð í meinunum. Loks var rannsakað miR190b í eggjastokkakrabbameini og sást að hvorki eru tengsl milli miR-190b tjáningar og ER né RFWD3 tjáningar í þessari gerð krabbameins. Samt sem áður eru horfur eggjastokkakrabbameinssjúklinga verri hjá þeim sem hafa háa tjáningu miR-190b í meinunum sem bendir til þess að það sé mikilvægt í klínísku samhengi og þarfnast frekari rannsóknar.

Abstract
Breast cancer is the most frequently diagnosed cancer today with Luminal A and Luminal B being the most common subtypes. These subtypes overexpress the estrogen receptor (ER+) which is a key factor in their development and treatment. MicroRNAs (MiRNAs) are RNA molecules which do not code for protein but have a role in gene silencing post DNA transcription. A previous study had shown that microRNA-190b (miR-190b) was upregulated in ER+ breast cancer but few target genes had been associated with the molecule. In this project we confirmed that miR-190b is overexpressed in ER+ breast cancers which is associated with loss of DNA methylation in its promoter region. We also showed that that there was a difference in breast cancer specific patient survival depending on miR-190b hyper- or hypo-methylation in the tumors. MiR-190b’s target transcripts were taken into consideration and we studied whether their expression regulation had a similar influence on patient prognosis. We found and confirmed that RFWD3 is a miR-190b target, and that patient prognosis is worse when it is overexpressed in breast cancer. Finally, we studied miR-190b in ovarian cancer and saw that there was neither a connection between miR-190b expression and ER nor RFWD3 expression in this cancer type. However, we saw that patient prognosis was worse in ovarian cancer patients with high levels of miR-190b in their tumors indicating that it is clinically relevant in this cancer type and needs to be studied further.

Um doktorsefnið
Elísabet Alexandra Frick er fædd árið 1990 í Keflavík. Hún lauk stúdentsprófi árið 2012 og B.Sc-gráðu í líffræði við Háskóla Íslands árið 2015. Elísabet hóf doktorsnám árið 2016 og hefur síðan starfað að doktorsverkefni sínu. Samhliða náminu hefur hún verið aðstoðarkennari við Háskóla Íslands, skipuleggjandi fyrirlestraraðar lífvísindaseturs (BMC), setið í stjórn Samtaka krabbameinsrannsókna á Íslandi og í stjórn Doktorsnemaráðs Heilbrigðisvísindasviðs. Elísabet starfar nú sem nýdoktor hjá Hjartavernd og stundar rannsóknir á sviðum faralds- og erfðafræði. Foreldrar hennar eru Hansína Sjöfn Steingrímsdóttir og Terry Frick. Sambýlismaður Elísabetar er Francesco Barbaccia og eiga þau soninn Anton S. Sjafnar Barbaccia.

Image
Elísabet Alexandra Frick doktor í líf- og læknavísindum

Elísabet Alexandra Frick doktor í líf- og læknavísindum ásamt andmælendunum, dr. Carolyn M. Klinge, prófessor, við Háskólann í Louisville School of Medicine og dr. Bylgja Hilmarsdóttir, rannsóknarsérfræðingur á Landspítalinn. Með þeim á myndinni er Dr. Þórarinn Guðjónsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, sem stjórnaði athöfninni.