Starts: 
Thursday, August 26, 2021 -
16:30 to 20:30

70 ára afmælisráðstefna Krabbameinsfélags Íslands fer fram fimmtudaginn 26. ágúst kl. 16:30 - 20:30 í Háskólanum í Reykjavík. Takið daginn frá!

Á ráðstefnunni verður fjallað um krabbamein á Íslandi í víðu samhengi, með hliðsjón af markmiðum Krabba­meinsfélagsins um að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda.

Til umfjöllunar verður meðal annars staða mála hér á landi, áskoranir og nýjar leiðir og reynsla sjúklinga af greiningu og meðferð.

Markmiðið með ráðstefnunni er að gefa góða yfirsýn yfir málaflokkinn, nú og til framtíðar en líka að leiða saman fólk sem tengist málefninu með einhverjum hætti og eiga góða stund saman.

Nánari dagskrá og verður auglýst þegar nær dregur.

Þátttaka er ókeypis. Léttar veitingar í boði.

Á ráðstefnunni gefst tækifæri til að kynna rannsóknir með vegg­spjöldum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is