Áform um að setja Keldnalandið undir borgarlínu setur starfsemi Tilraunastöðvarinnar í uppnám.

Wed, 07/07/2021 - 09:49 -- skb

Nýverið birtist mikilvæg grein um Keldnalandið og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði í Bændablaðinu, skrifuð af Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur ónæmisfræðingi og Vilhjálmi Svanssyni dýralækni á Keldum. Í greininni lýsa þau mikilvægi og sögu stofnunarinnar í rannsóknum á dýrasjúkdómum á landsvísu í rúm 70 ár. Nýverið hafa verið uppi áform um að ríkið afhendi Keldnalandið undir borgarlínu og félagið Betri samgöngur. Í þessari umræðu virðist alveg gleymast að Mennta- og menningamálaráðuneytið á og rekur þar mikilvæga stofnun í rannsóknum á smitsjúkdómafaröldrum í búfé, fiskum og öðrum dýrum. Engin áform hafa verið uppi um flutning eða aðrar ráðstafanir á starfsemi stofnunarinnar.

Í niðurlagi greinarinnar segir: Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hefur í áranna rás verið burðarásinn í rannsóknum á smitsjúkdómum og far­öldrum í búfé og eldisfiski hér­lendis. Sérfræðingar stöðvarinnar og Rannsókna­deildar dýrasjúkdóma meðan hún var starfandi á Keldum (lögð niður 2006) voru og eru þeir sem hvað mesta yfirsýn hafa um smitefni í dýrum hér á landi. Sá mannauður, þekking og reynsla sem fyrir er á Tilraunastöðinni verður ekki svo auðveldlega endur­heimtur verði mikið rót eða truflun á starfseminni með til­heyrandi manna­breytingum. Það væri mjög misráðið af ráðamönnum og ógnun við dýra­heilbrigði í landinu að vega að þessari grónu og mikilvægu stofnun.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is