Vorúthlutun úr Tækniþróunarsjóði og framhladsúthlutun úr Rannsóknasjóði

Wed, 06/05/2020 - 13:19 -- skb

Úthlutað var í gær úr Tækniþróunarsjóði og í dag bættist við framhaldsúthlutun úr Rannsóknasjóði. Vegna COVID-19 og þeirra aðstæðna sem hafa skapast var viðbótarfjármagni bætt við í báða þessa sjóði sem koma til úthlutunar strax á þessu ári.

Á meðal hagnýtra rannsóknaverkefna sem komu til úthlutunar úr Tækniþróunarsjóði komu 3 af 6 verkefnum í hlut verkefnisstjóra sem tengjast starfi Lífvísindaseturs. Þau eru Hans Tómas Björnsson, Óttar Rolfsson og Ingileif Jónsdóttir, öll prófessorar við Læknadeild Háskóla Íslands. Auk þess hlaut fyrirtækið 3Z ehf. styrk úr flokki vaxtar en það er í nánu samstarfi við Lífvísindasetur. Verkefnisstjóri er Karl Ægir Karlsson prófessor við Háskólann í Reykjavík. Nánari upplýsingar um vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs má finna hér.

Á meðal 12 verkefnastyrkja sem fengust í framhaldsúthlutun hjá Rannsóknasjóði voru 2 verkefni í flokki lífvísinda og tengjast báðir verkefnastjórar starfi Lífvísindaseturs. Þær eru Valborg Guðmundsdóttir sérfræðingur og Ingileif Jónsdóttir prófessor, báðar við Læknadeild Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um framhaldsúthlutun Rannsóknasjóðs má finna hér.

Lífvísindasetur óskar öllum styrkhöfum innilega til hamingju.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is