Fræðslufundur læknaráðs Landspítala og Lífvísindaseturs Háskóla Íslands
Blásölum, Landspítala Fossvogi kl. 13:00-14:00
Jim Musser, MD, PhD, Professor, Houston Methodist Hospital, Texas
Titill: 5,000 Genomes of Streptococcus pyogenes: Clinical and Translational Research Implications
Dr. Musser er heimsþekktur vísindamaður sem hefur rannsakað alvarlegar sýkingar, einkum þær sem orsakast af Streptokokkum af flokki A, Staphylococcus aureus og berklabakteríunni Mycobacterium tuberculosis . Hann hefur sérstakan áhuga á tengslum erfðabreytileika baktería við meinvirkni og samspil þeirra þátta við varnarþætti líkamans. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um nýlegar niðurstöður erfða- og meinvirknirannsókna á Streptococcus pyogenes, en bakterían er algeng orsök alvarlegra sýkinga hér á landi.