Starts: 
Thursday, April 16, 2015 -
12:20 to 13:00
Specific location: 
Room 343

Málstofa Lífvísindaseturs verður haldin fimmtudaginn 16. apríl kl. 12:20-13:00 í stofu 343 í Læknagarði.

Dr. Þorkell Guðjónsson, nýdoktor á Læknadeild Háskóla Íslands mun fjalla um Nauðsyn USPL1 fyrir viðgerð á tvíþátta DNA brotum

Ágrip: Eitt af megin einkennum krabbameinsfrumna er óstöðugt erfðamengi. Þessi óstöðugleiki er talinn stafa af DNA skemmdum sem fruman nær ekki að meðhöndla. Til að koma í veg fyrir þetta ástand býr fruman yfir öflugu varnarkerfi sem skynjar og bregst við DNA skemmdum. Einstaklingar með stökkbreytingar í lykilgenum þessa kerfis, t.d. BRCA1 eða BRCA2, eru í aukinni hættu á að fá krabbamein. Hluti af mínu doktorsverkefni fólst í því að finna gen með hugsanlegt hlutverk í þessu viðbragðskerfi. Út frá þeim rannsóknum fann ég genið USPL1. Í þessum fyrirlestri mun ég kynna niðurstöður sem benda til þess að USPL1 sé nauðsynlegt fyrir viðgerð á tvíþátta DNA brotum, sem er ein alvarlegasta tegund DNA skemmda.

________________________________________________________

This week BMC seminar will be given by Dr Þorkell Guðjónsson, post-doc at the Faculty of Medicine, University of Iceland.

Title: USPL1 and its potential regulatory role in the response to DNA damage

Thursday 16th April, 12:20-13:00 in room 343 at Læknagarður

Abstract: Genomic instability is a characteristic of most cancers, believed to arise because of the inability of cells to deal with damaged DNA. To prevent genomic instability, cells possess a complex network of processes collectively called the DNA damage response (DDR). Individuals with inherited DDR defects, such as mutations in ATM, p53, BRCA1 or BRCA2, are strongly associated with high cancer risk. In a screen for novel genomic caretakers, we identified ubiquitin specific peptidase like 1 (USPL1). In this talk I will present results that suggest USPL1 plays a potential regulatory role in the response to DNA damage. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is