Starts: 
Wednesday, March 25, 2015 -
12:20 to 13:00
Specific location: 
Room 343

Málstofa Lífvísindaseturs miðvikudaginn 25. mars kl. 12:20 í stofu 343 í Læknagarði

Þór Eysteinsson, prófessor í lífeðlisfræði við Læknadeild HÍ flytur erindi sem hann nefnir Whole-cell patch clamp recordings from VA10 cells, a human basal bronchial cell line

Útdráttur á íslensku: VA10 frumulínan er basal þekjufrumur úr loftveg manna sem var búin til á stofnfrumurannsóknastofu Lífvísindaseturs úr eðlilegum lungnavef.  Markmið þessa verkefnis er að rannsaka starfsemi jónaganga á frumuhimnum þessara frumna, en sum þeirra koma við sögu í lungnasjúkdómum á borð við cystic fibrosis.  Þessi frumulína er áhugaverð þar sem hún er einna best skilgreinda basal þekjufrumulínan úr lungnavef manna sem til staðar er nú; erfitt hefur reynst að fá þekjufrumur úr lungnaberkjum manna, og því er lítið vitað um starfsemi jónagangna á frumuhimnum basal frumna í loftveg. Heilfrumuskráning var gerð með bútþvingunartækni og spennuþvingu himnuspennunar til að mæla jónastrauma yfir frumuhimnu VA10 frumna, sem voru ræktaðar á smásjárgler og settar í skráningarbúr í umsnúinni smásjá. Frumurnar voru yfirflæddar með þyngdarafls-stýrðu yfirflæði, sem bíður upp á að breyta hratt samsetningu utanfrumuvökva, og bæta lyfjum í hann. Jónastraumar voru mældir ýmist passíft, eða sem svar við snöggum færslum himnuspennu til að skoða spennustýrð göng.  Sértækir hamlarar á kalíum göng og natríum göng í þekjuvef (ENaC) voru sett í utanfrumuvökva til að meta þátt þeirra í jónastraumum um frumuhimnuna. Bútþvingunartæknin verður útskýrð, og fyrstu niðurstöður frá VA10 frumum kynntar.

___________________________________________________

BMC Seminar Wednesday, 25th March at 12:20 in Room 343 in Læknagarður

Speaker: Þór Eysteinsson, Professor at Faculty of Medicine, University of Iceland

TitleWhole-cell patch clamp recordings from VA10 cells, a human basal bronchial cell line

Short abstract: The VA10 cell line is a human airway basal cell line developed in the SCRU of the BMC from normal lung tissue.  The purpose of this study is to examine the function of ion channels on the cell membranes of these cells, some of which have been implicated in lung diseases like cystic fibrosis.  The cell line is of particular interest in that it is one of the best characterized human airway basal cell line currently available; the availability of human airway primary cells is litmited, and thus very little is known about ion channel function on basal bronchial cell membranes.  The whole-cell configuration of the patch clamp technique was used in voltage clamp mode to measure ion currents across the cell membranes of VA10 cells grown on coverslips, placed in a recording chamber on an inverted microscope. The cells were superfused with a gravity-feed superfusion system, which alows for quickly change the composition of the extracellular fluid, and add drugs to it. The ion currents were recorded either passively or in response to quick shifts in membrane potential to examine voltage dependent channels.  Selective blockers of potassium channels and epithelial sodium (ENaC) channels were applied to the extracellular fluid to examine their role in ion currents across the membrane.  The patch clamp recording technique will be explained, and preliminary results from VA10 cells presented.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is