Starts: 
Thursday, October 23, 2014 -
12:00 to 12:45
Specific location: 
Fyrirlestrasalur

Fræðsluerindi á vegum Vísindafélags Íslendinga, Háskólans í Reykjavík og Lífvísindaseturs Háskóla Íslands

Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði 2014: GPS-kerfi heilans

Karl Ægir Karlsson doktor í taugavísindum kynnir rannsóknir handhafa Nóbelsverðlauna í lífeðlis- og læknisfræði 2014

Dagsetning: Fimmtudagur, 23. okt. kl. 12:00

Staðsetning: Salur Þjóðminjasafns Íslands

Ágrip: Um aldir hafa verið uppi spurningar um hvernig dýr skynja og rata um umhverfið. Nú í ár deila John O´Keefe, Edvard og May-Britt Moser með sér Nóbelsverðlaunum fyrir uppgötvanir sem gerðu það kleift að svara þessum spurningum. O´Keefe fyrir uppgötvun á staðsetningarfrumum og Moser og Moser fyrir uppgötvun á hnitfrumum. Samvirkni þessara frumna skýrir hvernig umhverfið er táknað í heilanum. Í þessum fyrirlestri verður leitast við að gera grein fyrir bakgrunni þessara uppgötvana, skýra rannsóknaraðferðir og niðurstöður.

Um fyrirlesara: Karl Ægir Karlsson er doktor í taugavísindum og dósent við Tækni og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, hópstjóri í Lífvísindasetri Háskóla Íslands og Forseti Taugavísindafélags Íslands.

Fundarstjóri: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ónæmisfræðingur

PDF

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is