Starts: 
Friday, April 20, 2018 -
08:30 to 16:00
Specific location: 
Bókasafn

Vísindadagur 20.apríl 2018

Vísindadagur Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hefur að undanförnu verið haldinn annað hvert ár. Hann hefur fest sig í sessi sem vettvangur fyrir kynningu á starfseminni og er nú haldinn í áttunda sinn. Ráðstefnan verður allan daginn, skipt upp í nokkra ráðstefnuhluta.

Meginefni ráðstefnunnar eru rannsóknir og vísindastörf að Keldum, nú með almennara sniði en áður í tilefni sjötíu ára starfsmafmælis Keldna. 

Ráðstefnan verður að þessu sinni haldin í bókasafni Tilraunastöðvarinnar föstudaginn 20. apríl klukkan 8:30 – 16:00, og er aðgangur öllum heimill og að kostnaðarlausu. 

Á Vísindadegi Keldna 2018 verður fræðsluefni um helstu nýjungar um rannsóknir og greiningar á dýrasjúkdómum. Vísindadagurinn verður samráðsvettvangur hagsmunaaðila, einkum dýralækna og starfsmanna í dýrasjúkdómageiranum. Stefnt er að því að koma saman starfsmönnum Keldna og starfandi dýralæknum á Íslandi á þessum vísindadegi.

Níu fyrirlesarar munu sjá um fræðsluna, einn gestur erlendis frá, hinir eru sérfræðingar á Keldum.

Erlendi gestafyrirlesarinn er Martin Krarup Nielsen frá University of Kentucky - Maxwell H. Gluck Equine Research Center, sérfræðingur í sníkjudýrum og hann mun halda tvo fyrirlestra.

Í vísindanefndinni sem sér um undirbúning og skipulag eru: Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Stefanía Þorgeirsdóttir og Þórunn Sóley Björnsdóttir.
Tími Fyrirlesari Titill
08:30 - 08:35 Sigurður Ingvarsson Setning Vísindadags 2018
08:35 - 08:50 Lilja Alfreðsdóttir Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra
08:50 - 9:50 Martin Nielsen Equine helminth parasites: epidemiology, diagnostics, anthelmintic resistance, and disease
09:50 - 10:10 KAFFIHLÉ  
10:10 - 10:40 Matthías Eydal Rannsóknir á sníkjudýrum hrossa á Íslandi
10:40 - 11:10 Karl Skírnisson Um hunda- og kattasníkjudýr á Íslandi
11:10 - 11:40 Guðný Rut Pálsdóttir Um tríkinur (Trichinella spp.)
11:40 - 12:15 HÁDEGISHLÉ  
12:15 - 12:45 Eggert Gunnarsson Nokkrir alvarlegir bakteríusjúkdómar í búfé á Íslandi
12:45 - 13:15 Vala Friðriksdóttir Salmonella og Campylobacter í dýrum og mönnum
13:15 - 13:45 Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í dýrum á Íslandi
13:45 - 14:05 KAFFIHLÉ  
14:05 - 14:35 Árni Kristmundsson Áhrif sjúkdóma á nytjastofna ferskvatns og sjávar á Íslandi
14:35 - 15:05 Vilhjálmur Svansson Veirur í dýrum á Íslandi
15:05 - 15:35 Martin Nielsen Equine parasitology research: What’s new?
15:35 - 16:00

LÉTTAR VEITINGAR

 

 

Sjá nánar: http://keldur.is/visindadagur_20april_2018

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is