Starts: 
Friday, December 8, 2017 - 09:00
Specific location: 
Hátíðasalur

Föstudaginn 8.desember ver Jenna Huld Eysteinsdóttir doktorsritgerð sína í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Áhrif Bláa Lóns meðferðar á psoriasis miðað við hefðbundna UVB ljósameðferð. The effect of balneophototherapy in the Blue Lagoon in Iceland on psoriasis compared with phototherapy alone.          

Andmælendur eru dr. Menno De Rie, prófessor við húðsjúkdómadeild Háskólans í Amsterdam, og dr. Olle Larkö, prófessor í húð- og kynsjúkdómum við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg.

Umsjónarkennari var Jón Hjaltalín Ólafsson, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands, og leiðbeinandi var Bárður Sigurgeirsson, aðjúnkt við sömu deild. Að auki sátu í doktorsnefnd Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor við Læknadeild, Vilhjálmur Rafnsson, prófessor emeritus og dr. Bernt Lindelöf, prófessor við húðsjúkdómadeild Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi.

Engilbert Sigurðsson, deildarforseti og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 9.00.

Ágrip af rannsókn

Sóri (e. psoriasis) er langvinnur bólgusjúkdómur í húð þar sem T frumur spila veigamikið hlutverk í meingerðinni, sérstaklega Th1/Tc1 og Th17/Tc17 frumur. Fyrri rannsóknir benda til þess að samsett meðferð með böðun í Bláa Lóninu (BL) og ljósameðferð sé áhrifarík meðferð gegn sóra. Markmið rannsóknarinnar var að meta klínísk, sálfélagsleg, vefjafræðileg og ónæmisfræðileg áhrif samsettrar meðferðar í BL á sórasjúklinga samanborið við hefðbundna ljósameðferð með slembiraðaðri framskyggnri samanburðarrannsókn. Tólf sórasjúklingar tóku þátt í forrannsókn þar sem ónæmisfræðilegar aðferðir voru prófaðar fyrir stærri rannsóknina þar sem 68 sórasjúklingar tóku þátt og slembiraðað í þrjá meðferðarhópa: 1) göngudeildarmeðferð í BL, 2) innlögn í BL, og 3) hefðbundin ljósameðferð. Niðurstöður sýndu að 68-73% sjúklinga sem fengu samsetta meðferð í BL náðu meira en 75% klínískum bata eftir 6 vikna meðferð, samanborið við 16% sjúklinga sem fengu hefðbundna ljósameðferð. Sálfélagslegur og vefjafræðilegur bati var í góðri fylgni við klínískan bata ásamt því að það þurfti UVB geislun til að ná þessum bata. Marktæk fækkun var á húðmerktum (CLA) T eitilfrumum sem tjá húðsækna/húðfesti viðtaka (CCR4, CCR10 og CD103) í blóði sórasjúklinga sem fengu samsetta meðferð. Einnig var marktæk fækkun á Th17/Tc17 og Th22/Tc22 frumum í blóði sórasjúklinga í öllum meðferðarhópunum. Þessar niðurstöður staðfesta að samsett meðferð í BL er klínískt áhrifaríkari meðferð en hefðbundin ljósameðferð, og gefur til kynna að sóri Th17/Tc17 og Th22/Tc22 miðlaður bólgusjúkdómur, ekki Th1/Tc1 miðlaður. Ekki hefur áður verið sýnt fram á að húðsækni viðtakarnir CCR4, CCR10 og húðfesti viðtakinn CD103 nær hverfi í blóði sóra sjúklinga eftir meðferð.

Abstract

Psoriasis is a Th1/Tc1 and/or Th17/Tc17 cell-mediated chronic inflammatory skin disease. Prior studies indicate that balneophototherapy at the Blue Lagoon (BL) is an effective treatment for psoriasis. The aim of the study was to evaluate the clinical, psychosocial, pathological and immunological effects of balneophototherapy at the BL on plaque psoriasis compared with traditional phototherapy alone, with a prospective randomized controlled trial (RCT). Twelve psoriasis patients participated in a pilot study where immunological methods were tested for the RCT. Sixty-eight patients entered the RCT, randomized into three treatment groups: 1) BL out-patient treatment, 2) BL in-patient treatment, and 3) out-patient phototherapy. At 6 weeks, 68-73% of the patients in the combined BL treatment groups had received more than 75% improvement of their disease, compared with 16% of patients in the phototherapy group. Clinical improvement was paralleled with improvement in quality of life, histological score and had a sparing effect on NB-UVB dosages. Circulating skin homing T cells expressing skin homing and skin resident receptors (CCR4, CCR10 and CD103) reduced signficiantly after combined BL treatments and circulating Th17/Tc17 reduced significantly in all treatment groups. These findings confirms that balneophototherapy at the Blue Lagoon is superior to phototherapy alone in psoriasis and suggests that psoriasis is Th17/Tc17 and Th22/Tc22 mediated inflammatory disease, not Th1/Tc1 mediated. The reduction of the skin homing receptors CCR4, CCR10 and the skin resident receptor CD103 in the peripheral blood of psoriasis patients with treatment has not been shown before.

Um doktorsefnið

Jenna Huld Eysteinsdóttir er 1976 og lauk stúdentsprófi frá af náttúrufræðibraut Fjölbrautarskóla Vesturlands 1996, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 2005 og sérnámi í húð- og kynsjúkdómalækningum við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg 2014. Jenna Huld hóf doktorsnám við Læknadeild Háskóla Íslands árið 2008 og hefur frá árinu 2015 starfað á Húðlæknastöðinni Smáratorgi. Jenna Huld er dóttir Eysteins Bjarnasonar, fyrrverandi bónda, og Katrínar Ragnheiðar Hjálmarsdóttur, sérkennara. Börn hennar eru Katrín Rós Bárðardóttir, Hlynur Þór Bárðarson og Dagur Þór Bárðarson.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is