Starts: 
Friday, May 26, 2017 - 13:00
Specific location: 
Hátíðasalur

Föstudaginn 26. maí ver Sigríður Jónsdóttir doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Þróun ónæmismeðferðar gegn sumarexemi í hestum. Development of Immunotherapy for Insect Bite Hypersensitivity in Horses.
       
Andmælendur eru dr. Huub Savelkoul, prófessor í ónæmisfræði við Wageningen University, Hollandi, og dr. Ingileif Jónsdóttir, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Umsjónarkennari var Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, ónæmisfræðingur við Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum, og leiðbeinandi var Vilhjálmur Svansson, dýralæknir. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Einar Mäntylä, sameindalíffræðingur, Eliane Marti, dýraónæmisfræðingur, og Stefán Þ. Sigurðsson, dósent við Læknadeild Háskóla Íslands.

Engilbert Sigurðsson, deildarforseti og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.

Ágrip af rannsókn
Sumarexem er IgE-miðlað ofnæmi í hrossum sem orsakast af biti smámýs (Culicoides spp.) og einkennist af kláða, hárlausum svæðum og sáramyndun. Tíðni sumarexems er mun hærri hjá útfluttum íslenskum hestum en öðrum hestakynjum og íslenskum hestum fæddum erlendis. Ofnæmisvakarnir eru prótein úr munnvatnskirtlum flugunnar. Markmið verkefnisins var að þróa ónæmismeðferð gegn sumarexemi; bólusetningu með hreinsuðum ofnæmisvökum í ónæmisglæðum og meðhöndlun um munnslímhúð með byggi sem tjáir ofnæmisvaka.
Heilbrigðir hestar voru sprautaðir í húð og eitla með ofnæmisvökum með eða án IC31 ónæmisglæðis. Bólusetningin örvaði myndun sértækra IgG1 og IgG4/7 mótefna sem hindruðu að hluta bindingu IgE við ofnæmisvaka. Sprautun í eitla með ofnæmisvökum í Alum eða í blöndu af Alum og Monophosphoryl lipid A ónæmisglæðum örvaði sterkt IgG1 og IgG4/7 mótefnasvar og mótefnin hindruðu bindingu IgE við ofnæmisvaka. Marktækt meiri IFNγ og IL-10 framleiðsla var hjá Alum/MPLA hópnum samanborið við óbólusetta hesta sem bendir til að Alum/MPLA blandan hvetji Th1/Tstjórnfrumumiðað svar.  
Þróuð voru mél og byggblanda og heilbrigðir hestar meðhöndlaðir um munnslímhúð með byggi sem tjáir ofnæmisvaka. Sérvirk IgG1 g IgG4/7 mótefni mældust í sermi og munnvatni eftir meðhöndlunina. Mótefnin hindruðu að hluta bindingu IgE við ofnæmisvaka.
Þegar árangur ónæmismeðferðar er metinn og klínísk greining sjúkdómsins staðfest er mikilvægt að hafa endurraðaða ofnæmisvaka sem auðvelt er að hreinsa. Byggfræ eru öflugt framleiðslukerfi fyrir prótein. Tveir ofnæmisvakar framleiddir í byggi virkuðu vel í ELISA mótefnaprófi.
Bólusetning í eitla með hreinum ofnæmisvökum í blöndu af Alum/MPLA og meðhöndlun um munnslímhúð með byggi sem tjáir ofnæmisvaka eru hvort tveggja vænlegir kostir í meðferð gegn sumarexemi.

Abstract
Insect bite hypersensitivity (IBH) is an IgE-mediated allergy of horses caused by bites of midges (Culicoides spp.) and characterized by pruritus, hair loss and skin lesions. Horses born in Iceland and exported are more frequently affected than Icelandic horses born abroad. The allergens are salivary gland proteins from the midges. The aim of the study was to develop immunotherapy for IBH using vaccination with purified allergens in adjuvants and treatment via the oral mucosa with transgenic barley expressing allergens.
Healthy horses were vaccinated intradermally or intralymphatically with allergens in IC31 adjuvant resulting in significant induction of allergen-specific IgG1 and IgG4/7. The antibodies generated partly inhibited binding of IgE to the allergens. Intralymphatic vaccination with allergens in Alum or in Alum and Monophosphoryl lipid A adjuvants induced strong IgG1 and IgG4/7 antibodies capable of blocking the binding of IgE to the allergens. Significantly more IFNγ and IL-10 production was observed in the Alum/MPLA as compared to non-vaccinated horses indicating a Th1/Treg response after vaccination with Alum/MPLA.    
A spiral bit and a barley flour mixture were developed and healthy horses treated orally with barley expressing an allergen resulting in allergen-specific IgG1 and IgG4/7 antibodies in sera and saliva. The antibodies induced were partly able to inhibit the binding of IgE to allergen.
For evaluation of the benefit of immunotherapy as well as to confirm the clinical diagnosis of IBH it is important to have good source of pure allergens. Barley grains are an excellent source of recombinant proteins. Two barley-produced allergens showed good performance in ELISA.  
Intralymphatic vaccination with purified allergens in Alum/MPLA and oral immunotherapy with barley expressing allergens are promising approaches for immunotherapy against IBH.

Um doktorsefnið
Sigríður er fædd á Akranesi þann 26. júlí 1985. Hún lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands vorið 2008 og meistaraprófi í líf- og læknavísindum vorið 2011. Meistaraverkefnið vann Sigríður á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og fjallaði verkefnið um framleiðslu ofnæmisvaka í sumarexemi. Hún hóf doktorsnám við sömu stofnun í febrúar 2012 og var verkefnið unnið að hluta til við Háskólann í Bern í Sviss og Cornell-háskóla í Íþöku í Bandaríkjunum.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is