Methýlering á stýrilsvæði BRCA1 kallar á sértæka krabbameinsmeðferð

Thu, 02/04/2020 - 22:02 -- skb

Nú í apríl kom út vísindagrein í tímaritinu Journal of the National Cancer Institute Cancer Spectrum frá rannsóknarhópi Stefán Sigurðssonar dósents við Læknadeild Háskóla Íslands. Greinin ber heitið “BRCA1 Promoter Methylation Status in 1031 Primary Breast Cancers Predicts Favorable Outcomes Following Chemotherapy”. Í verkefninu var metýlering á stýrilsvæði BRCA1 gensins skoðað hjá konum sem greinst höfðu með brjóstakrabbamein. Rannsökuð voru rúmlega 1000 æxli og í ljós kom að 3% þessara æxla eru metýleruð og þeir sjúklingar svara lyfjameðferð betur en þar sem metýlering finnst ekki (sjá mynd). Þessar niðurstöður svipar til þess sem sést hjá konum sem eru arfberar fyrir stökkbreytingar í BRCA1 geninu og skilgreinir því stærri hóp sem myndi gagnast að fá sértæka lyfjameðferð, eins og t.d. PARP hindra sem notaðir eru hjá arfberum.

Heimild: Olafur A Stefansson, Holmfridur Hilmarsdottir, Kristrun Olafsdottir, Laufey Tryggvadottir, Asgerdur Sverrisdottir, Oskar T Johannsson, Jon G Jonasson, Jorunn E Eyfjord, Stefan Sigurdsson. BRCA1 Promoter Methylation Status in 1031 Primary Breast Cancers Predicts Favorable Outcomes Following Chemotherapy. JNCI Cancer Spectrum, Volume 4, Issue 2, April 2020, pkz100, https://doi.org/10.1093/jncics/pkz100

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is