Ný yfirlitsgrein um óreiðukennda prótín-komplexa frá Pétri Orra og félögum

Mon, 20/01/2020 - 10:38 -- skb

Nýlega birti Pétur Orri Heiðarsson dósent við Raunvísindadeild ásamt samstarfsfólki í Sviss og Bandaríkjunum yfirlitsgrein í vísindaritinu Curr Opin Struct Biol undir yfirskriftinni Binding without folding - the biomolecular function of disordered polyelectrolyte complexes.

Í þessari yfirlitsgrein fara Pétur Orri og samstarfsmenn yfir nýstárlegt fyrirbæri; Prótín sem hafa hátt hlutfall af hlöðnum amínósýrum geta myndað þétta en óreiðukennda komplexa án stöðugrar þrívíðrar byggingar. Óreiðukenndir prótín-komplexar eru líklega algengir, sérstaklega í mönnum, og mörg dæmi hafa fundist um þá á síðustu árum. Greinin fer yfir það helsta sem hefur uppgötvast um þessi prótín og framtíðarhorfur með tilliti til rannsóknaraðferða, líkanagerðar, og líffræðilegrar virkni.

Heimild: Schuler B, Borgia A, Borgia MB, Heidarsson PO, Holmstrom ED, Nettels D, Sottini A. Binding without folding - the biomolecular function of disordered polyelectrolyte complexes. Curr Opin Struct Biol. 2019 Dec 21;60:66-76. doi: 10.1016/j.sbi.2019.12.006. [Epub ahead of print] Review.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is