Úthlutun Innviðasjóðs til verkefna sem hafa tengsl við Lífvísindasetur

Thu, 31/10/2019 - 11:49 -- skb

Stjórn Innviðasjóðs úthlutaði nýverið styrkjum úr sjóðnum fyrir árið 2019. Í ár hlutu 26 verkefni styrk upp á samtals tæpar 292 milljónir. Á meðal verkefna sem hlutu styrk voru tækjakaupa- og uppfærsluverkefni sem hafa tengsl við Lífvísindasetur. Á meðal þeirra eru:

  1. Single-molecule confocal fluorescence microscope tækjakaup til Raunvísindastofnunar sem Pétur Orri Heiðarsson fer fyrir upp á 34.024 þús. kr.
  2. Uppbygging innviða til að svipgerðagreina tilraunadýr á Íslandi til ArcticLAS ehf sem Hans Tómas Björnsson fer fyrir upp á 17.265 þús. kr.
  3. Uppbygging innviða til að fylgjast með hegðun lifandi frumna til Heilbrigðisvísindasviðs HÍ sem Guðrún Valdimarsdóttir fer fyrir upp á 16.626 þús. kr.
  4. Monolith LabelFree microscale thermohoresis (MST) bindisæknimælir fyrir lífsameindir til Raunvísindastofnunar sem Jens Guðmundur Hjörleifsson fer fyrir upp á 15.704 þús. kr.
  5. Yfirmarksvökvagreinir (SFC) til Heilbrigðisvísindasviðs HÍ sem Elín Soffía Ólafsdóttir fer fyrir upp á 14.069 þús. kr.
  6. Uppbygging aðstöðu til Lífvísindaseturs HÍ til fjölkúlna ónæmismælinga (multiplex bead array) til Landspítala sem Jóna Freysdóttir fer fyrir upp á 6.828 þús. kr.
  7. Uppfærsla á smásjánni AxioImager M1 frá Zeiss til Landspítala sem Stefanía P. Bjarnarson fer fyrir upp á 3.645 þús. kr.
  8. Innviðauppbygging í efnafræði til Raunvísindastofnunar sem Sigríður G. Suman fer fyrir upp á 2.250 þús. kr.
  9. Tækjakaup fyrir vinnslu á löngu og heillegu erfðaefni fyrir raðgreiningar til Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ sem Ólafur S. Andrésson fer fyrir upp á 2,039 þús. kr.  

Upplýsingar um heildarúthlutun styrkja frá Innviðasjóði má finna hér

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is