Hlutverk miR-190b skilgreint í brjóstakrabbameinum

Tue, 15/10/2019 - 16:05 -- skb

Nýlega kom út vísindagrein í tímaritinu Oncotarget frá rannsóknarhópi Stefáns Sigurðssonar við Læknadeild Háskóla Íslands sem ber heitið “CpG promoter hypo-methylation and up-regulation of microRNA-190b in hormone receptor-positive breast cancer“. Verkefnið er hluti af doktorsverkefni Elísabetar Alexöndru Frick, nemanda Stefáns.

Í rannsókninni var tjáning og DNA metýlering á stýrilsvæði miR-190b metin. Kom í ljós að brjóstakrabbameinsháð lifun reyndist betri í sjúklingum með brjóstakrabbameins-undirgerðina Luminal A þegar tap varð á metýlun miR-190b. Öfugt mátti sjá í sjúklingum með aðrar undirgerðir (Lum B), þar sem tap á metýlun gaf til kynna verri horfur.

Í framhaldi stefnir hópurinn á að skilgreina mark-gen miR-190b í brjóstakrabbameinum í leit að tjáningarmynstrum einkennandi fyrir LumA sem gæti hugsanlega skýrt mismunandi horfur milli hópanna tveggja.

Greinin: Frick E, Gudjonsson T, Eyfjord J, Jonasson J, Tryggvadóttir L, Stefansson O, Sigurdsson S. CpG promoter hypo-methylation and up-regulation of microRNA-190b in hormone receptor-positive breast cancer. Oncotarget. 2019 Jul 23;10(45):4664-4678. doi: 10.18632/oncotarget.27083. eCollection 2019 Jul 23.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is