Hlutverk heilahimnumastfrumna í mígreni á meðal verkefna sem tilnefnd voru til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

Thu, 07/02/2019 - 15:39 -- skb

Nemendur við Háskóla Íslands komu að öllum fimm öndvegisverkefnunum sem tilnefnd voru til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands en þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum miðvikudaginn 6. febrúar. Verkefnin eru afar fjölbreytt og snerta bráðar endurinnlagnir á geðdeild, mígreni, hugbúnað sem nýtist við röðun skurðaðgerða, eflingu máls og læsis á frístundaheimilum og þróun á algrími til að finna örvökur í sofandi einstaklingum.

Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna sumarið 2018. Eins og fram kemur á heimasíðu Rannís, sem hefur umsjón með sjóðnum, eiga öndvegisverkefnin það sameiginlegt að vera vel unnin og frumleg en þau eru afar ólík innbyrðis og sýna vel þá fjölbreytni sem einkennir verkefni sem sjóðurinn veitir styrki til. „Þessi fjölbreytni endurspeglar ennfremur það frjóa og margbreytilega starf og nám sem háskólanemar á Íslandi leggja stund á,“ segir einnig á vef Rannís.

Á meðal verkefnanna var verkefni sem unnið var á Lífvísindasetri Háskóla Íslands:

Hlutverk heilahimnumastfrumna í mígreni
Mígreni er mjög algengur kvilli sem hefur mikil áhrif á daglegt líf fólks, en um 15% fullorðinna þjást af mígreni og þar af fá um 10% vikuleg köst. Þær meðferðir sem standa til boða í dag hafa ekki borið árangur nema fyrir um helming sjúklinga og frekari rannsókna er því þörf, m.a. til að bera kennsl á lyfjamörk fyrir þróun nýrra lyfja.

Verkefnið hverfist um svokallaðar mastfrumur sem finna má í heilamhimnum milli heila og höfuðkúpu. Mastfrumur seyta m.a. svokölluðum örverudrepandi peptíðum og í þessu verkefni var seyting örverudrepandi peptíðsins CRAMP (cathelin related antimicrobial peptide) könnuð en fyrri rannsóknir hafa sýnt að CRAMP virkjar mastfrumur. Það þýðir að mastfruma sem losar CRAMP getur mögulega virkjað sjálfa sig og magnað upp eigið svar. Niðurstöður verkefnisins sýndu að virkjaðar heilahimnumastfrumur seyta CRAMP og það gerðu jafnframt aðrar frumur í heilahimnum. Það er talið benda til þess að CRAMP gegni mikilvægu hlutverki í mígreni og sé gagnlegt lyfjamark í meðferð gegn mígreni en frekari rannsókna á þessu sambandi er þó þörf.

Verkefnið vann Valgerður Jakobína Hjaltalín, nemandi við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Háskóli ÍslandsPétur Henry Petersen, dósent við Heilbrigðisivísindasvið Háskóla Íslands.

Sjá nánar frétt um tilnenfingarnar á vef Háskóla Íslands

Sjá einnig frétt um Nýsköpunarverðlaunin á vef Háskóla Íslands

 

Verkefnið sem hlaut verðlaun var

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is