Kristín Elísabet Allison hlaut hvatningarverðlaun Jóhanns Axelssonar

Fri, 04/01/2019 - 00:00 -- skb

Kristín Elísabet Allison, doktorsnemi í líffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild, hlaut hvatningarverðlaun Jóhanns Axelssonar sem Félag íslenskra lífeðlisfræðinga veitir efnilegum vísindamanni fyrir verkefni á sviði lífeðlisfræði eða skyldra greina. Kristín hlaut verðlaunin fyrir verkefnin „Pontin og Reptin í taugakerfi ávaxtaflugunnar“ og „Hver flytur sítratið? Tjáning SLC13A5 í mannsheilanum og tengsl við alvarleg flog í börnum“. Yrsa Sverrisdóttir, formaður félagsins afhenti verðlaunin.

Fjórar efnilegar vísindakonur voru verðlaunaðar fyrir rannsóknarverkefni sín á 19. líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnu Háskóla Íslands. Verðlaunin voru afhent við slit ráðstefnunnar á Háskólatorgi þann 4. janúar að viðstöddum Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítala og öðrum ráðstefnugestum. Kristín Ingólfsdóttir, formaður undirbúningsnefndar ráðstefnunnar og prófessor í lyfjafræði, stjórnaði athöfninni.

Fréttina má nálgast að fullri lengt á fréttasíðu Háskóla Íslands

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is