Göngum saman veitir 10 milljónir í rannsóknastyrki á brjóstakrabbameini

Mon, 15/10/2018 - 15:08 -- skb

Fimmtudaginn 11. október s.l. veitti styrktarfélagið Göngum saman 10 milljónum króna í rannsóknarstyrki til vísindamanna á sviði grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Með þessari styrkveitingu hefur Göngum saman úthlutað alls rúmum 90 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini frá stofnun félagsins árið 2007.

Sjö aðilar fengu styrk að þessu sinni og tengjast langflestir þeirra starfsemi Lífvísindaseturs Háskóla Íslands. Er ljóst að styrkirnir skipta sköpum fyrir þau rannsóknaverkefni sem í hlut eiga. Styrkþegarnir og verkefnin voru þessi:

  • Anna Karen Sigurðardóttir, doktorsnemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands -1,5 milljón kr. til verkefnisins „Tjáning, stjórnun og virkni peroxidasins í eðlilegum og illkynja brjóstkirtli“
  • Arsalan Amirfallah, doktorsnemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla -1,0 milljón kr. til verkefnisins „Role of autophagy gene VMP1 in breast tumorigenesis and resistance of HER2 positive tumors to therapy“
  • Bylgja Hilmarsdóttir,  náttúrufræðingur á meinafræðideild Landspítala -1,0 milljón kr. til verkefnisins „Hlutverk PLD2 í brjóstakrabbameinum“
  • Hildur Knútsdóttir, nýdoktor við Johns Hopkins háskólann -1,5 milljón kr. til verkefnisins „Meinvarpamyndun í brjóstakrabbameini rannsakað með líkönum (rannsóknarstofu- og tölvulíkön): tengsl milli arfgerðar og svipgerðar“
  • Marta S. Alexdóttir, meistaranemi í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands -2,0 milljón kr. til verkefnisins „Áhrif próteinanna BMP og lysyl oxidasa í æðakerfi brjóstakrabbameina“
  • Ólöf Gerður Ísberg, doktorsnemi í Lyfjavísindum við Háskóla Íslands -1,0 milljón kr. til verkefnisins „Massagreining smásameinda í brjóstakrabbameinsvef“
  • Snædís Ragnarsdóttir, meistaranemi í Lífeindafræði við Háskóla Íslands -2,0 milljón kr. til verkefnisins „Áhrif FANCD2 á sjúkdómshorfur og meðferð brjóstakrabbameina“

Á myndinni má sjá frá vinstri Gunnhildi Óskarsdóttur formann Göngum saman, Snædísi Ragnarsdóttur, Ólöfu Gerði Ísberg, Mörtu S. Alexdóttur, Hildi Knútsdóttur, Kolku Jónasdóttur f.h. móður sinnar Bylgju Hilmarsdóttur, Arsalan Amirfallah og Önnu Karenu Sigurðardóttur.

Fréttin var endurnýtt af vefsíðu Göngum saman.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is