Dramatískar breytingar á DNA metýlun í blóðfrumum einstaklinga með Kabuki heilkenni

Mon, 04/12/2017 - 10:47 -- skb

Rannsóknarhópur Hans Tómasar Björnssonar við McKusick-Nathans erfðafræðistofnunina í Baltimore (adjúnkt hjá BMC/HÍ) hefur fundið breytingar á utangenamerkinu DNA metýlun í blóðfrumum einstaklinga með Kabuki heilkenni.  Frá þessu var nýverið grein í vísindaritinu European Jounal of Human Genetics. Í rannsókninni  raðgreindu vísindamenn hóp af einstaklingum með klíníska greiningu af Kabuki heilkenni. Þeir fundu stökkbreytingar í KMT2D geninu sem áður hefur verið tengt við Kabuki heilkenni en einnig stökkbreytingar í skyldu geni (KMT2A) í tveimur einstaklingum.  Þessi hluti rannsóknarinnar bendir til þess að skoða skuli KMT2A genið í einstaklingum með Kabuki heilkenni þar sem engar stökkbreytingar hafa fundist eða jafnvel að KMT2A sé önnur ástæða fyrir Kabuki heilkenni.  Einnig fundu vísindamennirnir að einstaklingar með Kabuki heilkenni hafa einkennandi DNA metýlunarmynstur í blóðfrumum sem aðgreinir þessa einstaklinga frá heilbrigðum jafnöldrum. Kabuki heilkenni orsakast af stökkbreytingum í histón métylunarkerfi frumna þannig að kemur á óvart að sjá svo dramatískar breytingar á DNA metýlun en þetta bendir til að utangenamerki séu afar háð hvert öðru. Einnig fundu vísindamennirnar að einstaklingar með markleysubreytingar (e. nonsense) klasast saman við stigskipta klösun byggt á breytileika á DNA metýlunar (Mynd, rauðir einstaklingar).   Einnig fundust sambærilegar breytingar á metýlun hjá einstaklingum með klíníska greiningu á Kabuki heilkenni en engar þekktar stökkbreytingar. Þetta bendir til þess að þessi mæling geti haft virkni sem lífvísir (e. biomarker) til að aðstoða við greinar eða fylgja eftir meðferð.

Heimild: Sobreira N, Brucato M, Zhang L, Ladd-Acosta C, Ongaco C, Romm J, Doheny KF, Bertola D, Kim CA, Perez AB, Melaragno MI, Valle D, Meloni VA, Bjornsson HT. Patients with a Kabuki syndrome phenotype demonstrate DNA methylation abnormalities. EJHG, 2017, doi:10.1038/s41431-017-0023-0.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is