Vel heppnuð Spekigleði á Laugarvatni 13.-14. október

Thu, 26/10/2017 - 09:42 -- skb

Dagana 13. – 14. október var haldin árleg spekigleði GPMLS framhaldsnámsprógrammsins, nú í annað sinn í gamla Héraðsskólanum á Laugarvatni. Alls kynntu 11 framhaldsnemar í lífvísindum verkefni sín með örerindum og höfðu sér til stuðnings hvíta tússtöflu. Miklar umræður og fyrirspurnir spunnust í kringum verkefnin. Dr. Sigríður Valgeirsdóttir, nýr verkefnastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, sagði frá starfsferli sínum að loknu framhaldsnámi, en hún stýrði uppbyggingu Nimblegen á Íslandi og starfaði síðan sem stjórnandi hjá Roche, bæði á Íslandi og í Þýskalandi. Dr. Erlendur Helgason, rannsóknastjóri hjá Læknadeild Oslóarháskóla, ræddi við nemendur um styrkjamöguleika og leiðir til að klífa framabrautina í lífvísindum. Auk þessa var ýmislegt til gamans gert, svo sem böðun í Fontana Spa og nemendafélagið Helix stóð fyrir sínu hefðbundna pubquiz.

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is