Úthlutun úr Innviðasjóði Rannís 2017

Tue, 06/06/2017 - 13:39 -- skb

Nýverið var úthlutað styrkjum úr Innviðasjóði Rannís fyrir styrkárið 2017. Af 24 verkefnum sem fengu styrk reyndust 8 verkefni tengjast hópstjórum með beina aðild að Lífvísindasetri Háskóla Íslands sem hlýtur að teljast mjög góður árangur. Þar á meðal var hæsti styrkurinn upp á tæpar 33 milljónir sem fékkst til kaupa á Sérhæfðum massagreini til háhraða vinnslu og magngreiningu lífefna en Margrét Þorsteinsdóttir leiddi þá umsókn. Heildarlista styrktra verkefna má finna á fréttasíður Rannís.

Eftirtaldir hópstjórar Lífvísindaseturs HÍ hlutu styrk:

Arnar Pálsson fyrir verkefnið Mímir - lífupplýsinga­fræðikjarni fékk styrk upp á 6.495 þús. kr.

Berglind Eva Benediktsdóttir fyrir NanoSight til stærðarákvörðunar agna á nanóskala fékk styrk upp á 6.634 þús. kr.

Erna Magnúsdóttir fyrir verkefnið Uppbygging kjarnaaðstöðu í frumu- og vefjarækt hjá Lífvísindasetri Háskóla Íslands fékk styrk upp á 20.769 þús. kr.

Ingileif Jónsdóttir fyrir ImmunoSpot tæki með styrk upp á 8.693 þús. kr.

Magnús Már Kristjánsson fyrir CD litrófsmælir til próteinrannsókna með styrk upp á 7.182 þús. kr.

Margrét Helga Ögmundsdóttir fyrir Trimmingartæki fyrir rafeindasmásjá (Leica EM TRIM2) og myndavél á örskurðartæki (Ultramicrotome) með styrk upp á 2.309 þús. kr.

Margrét Þorsteinsdóttir fyrir Sérhæfðum massagreini til háhraða vinnslu og magngreiningu lífefna með styrk upp á 32.772 þús. kr.

Þór Eysteinsson fyrir Small vessel Myograph – Búnaður til að skrá samdrátt og slökun einangraðra æða upp á 2.965 þús. kr.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is