Ný rannsókn sýnir mögulega staðsetningu gens sem virkjað gæti X litning á litningssvæði 19p13.3

Wed, 17/05/2017 - 12:14 -- skb

Nýverið birtu Hans Tómas Björnsson og samstarfsmenn við Johns Hopkins Læknaskólann í Baltimore og Biomedical Center greinina "Embryonic loss of human females with partial trisomy 19 identifies region critical for the single active X" í tímaritnu PLoS One . Kenningar hafa verið uppi um prótein sem virkji X litning  og að það sé staðsett á annað hvort litningi 1 eða 19. Tveir virkir X litningar valda fósturláti þannig að ef til væri slíkt prótein sem virkjaði X litning ætti tvöföldun þessa svæðis að valda dauðsföllum hjá kvenfóstrum en ekki hjá karlfóstrum því þau hafa einungis einn X litning. Í þessari grein sýnum við fram á slíka hegðun á svæði á litningi 19 innan 8 megabasa svæðis sem áður hefur verið talið hýsa slíkt prótein. Þetta opnar fyrir prófanir á genum sem gegna hlutverki í virkjun X litnings.

Heimild: Migeon BR, Beer MA, Bjornsson HT. Embryonic loss of human females with partial trisomy 19 identifies region critical for the single active X. PLoS One. 2017 Apr 12;12(4):e0170403. doi: 10.1371/journal.pone.0170403. eCollection 2017.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is