Ný rannsókn sýnir að hindrun á virkni PTP1B í brjóstaþekjufrumum leiðir til frumudauða sem hugsanlega má nýta sem meðferðarúrræði gegn brjóstakrabbameini

Fri, 12/05/2017 - 14:59 -- skb

Vísindamenn á Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur HÍ birtu nýlega greinina Inhibition of PTP1B disrupts cell–cell adhesion and induces anoikis in breast epithelial cells í tímaritinu Cell Death and Diseases.   Greinin lýsir hlutverki ensímsins prótein fosfatasi 1B (PTP1B) í lifun brjóstaþekjufruma og þekjufruma sem hafa undirgengist bandvefsumbreytingu. Hindrun á virkni PTP1B í þekjufrumum leiðir til skemmda í formgerð frumanna og til frumudauða.  Bandvefsumbreyting þekjufruma er algengt ferli hjá krabbameinsfrumum og rannsóknin sýnir að þessar frumur eru næmari en þekjufrumur fyrir hindrun á PTP1B. Ítarlegri rannsóknir gætu varpað ljós á hvort PTP1B hindrar geti nýst sem krabbameinslyf.

Heimild:

Hilmarsdottir B, Briem E, Halldorsson S, Kricker J, Ingthorsson S, Gustafsdottir S, Mælandsmo GM, Magnusson MK, Gudjonsson T. Inhibition of PTP1B disrupts cell-cell adhesion and induces anoikis in breast epithelial cells. Cell Death Dis. 2017 May 11;8(5):e2769. doi: 10.1038/cddis.2017.177.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is