Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands úthlutar 11 styrkjum, þar af 8 sem tengjast starfsemi Lífvísindaseturs HÍ

Mon, 08/05/2017 - 12:21 -- skb

Úthlutað var í fyrsta sinn úr Vís­inda­sjóði Krabba­meins­fé­lags Íslands í dag. Heild­ar­upp­hæð styrkja var 42,6 millj­ón­ir króna en hæsta styrk­inn, 7,5 millj­ón­ir króna, hlaut Mar­grét Helga Ögmunds­dótt­ir.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Vís­inda­sjóður Krabba­meins­fé­lags Íslands var form­lega stofnaður í des­em­ber 2015 með fram­lög­um frá Krabba­meins­fé­lagi Íslands og aðild­ar­fé­lög­um þess. Auk þess runnu minn­ing­ar­sjóður Ingi­bjarg­ar Guðjóns­dótt­ur John­son og sjóður Krist­ín­ar Björns­dótt­ur inn í Vís­inda­sjóðinn.

Stofn­fé sjóðsins var 250 millj­ón­ir króna og er til­gang­ur hans að efla ís­lensk­ar rann­sókn­ir á krabba­mein­um með því að styrkja rann­sókn­ir á ors­kök­um krabba­meina, for­vörn­um, meðferð og lífs­gæðum sjúk­linga.

Aug­lýst var eft­ir um­sókn­um um styrki í fe­brú­ar og bár­ust 23 um­sókn­ir. Um­sókn­irn­ar fóru til um­fjöll­un­ar hjá Vís­indaráði Krabba­meins­fé­lags­ins sem lagði mat á gæði þeirra. Ráðið lagði til að ell­efu um­sókn­ir hlytu styrki að þessu sinni og féllst stjórn Vís­inda­sjóðs Krabba­meins­fé­lags Íslands á þá til­lögu.

Um­sókn­irn­ar ell­efu sem hlutu styrki:

Aðal­geir Ara­son sam­einda­líf­fræðing­ur á Landspítala hlýt­ur 1.940.000 kr. styrk fyr­ir verk­efnið „Leit að erfðabreyti­leik­um með fjöl­gena­áhrif á mynd­un brjóstakrabba­meins.“

Dr. Birna Bald­urs­dótt­ir lýðheilsu­fræðing­ur og aðjúnkt hlýt­ur 4.360.000 kr. styrk fyr­ir verk­efnið „Próf­un á gagn­virku ákvörðun­ar­tæki sem aðstoðar karl­menn, sem greinst hafa með staðbundið blöðru­hálskirt­il­skrabba­mein, við ákv­arðana­töku um meðferðarleið.“

Dr. Erla Kol­brún Svavars­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur og pró­fess­or hlýt­ur 2.000.000 kr. styrk fyr­ir verk­efnið „Þróun meðferðarsam­ræðna við kon­ur með krabba­mein og maka og áhrif sam­ræðna á aðlög­un tengda kyn­lífi og nánd.“

Dr. Erna Magnús­dótt­ir sam­einda­líf­fræðing­ur og dós­ent við Læknadeild HÍ hlýt­ur 5.000.000 kr. styrk fyr­ir verk­efnið „Sam­einda­ferl­ar að baki BLIMP1 og EZH2 miðlaðri lif­un í Wald­enström­sæxl­um.“

Dr. Guðrún Valdi­mars­dótt­ir sam­einda­líf­fræðing­ur og lektor við Læknadeild HÍ hlýt­ur 6.300.000 kr. styrk fyr­ir verk­efnið „Sam­spil TGFβ boðleiðar­inn­ar og Throm­bospond­in-1, áhrif á sam­skipti æðaþels- og brjóstakrabba­meins­fruma.“

Dr. Gunn­hild­ur Ásta Trausta­dótt­ir sam­einda­líf­fræðing­ur í rannsóknahóp Þórarins Guðjónssonar hlýt­ur 2.000.000 kr. styrk fyr­ir verk­efnið „Hlut­verk Delta-like 1 ho­molog (DLK1) í greinóttri form­gerð brjóstkirt­ils og brjóstakrabba­meini.“

Dr. Inga Reyn­is­dótt­ir sam­einda­líf­fræðing­ur á Landspítala hlýt­ur 2.145.000 kr. styrk fyr­ir verk­efnið „Hlut­verk microRNA á 8p12-p11 í fram­vindu brjóstakrabba­meins.“

Dr. Mar­grét Helga Ögmunds­dótt­ir líf­efna­fræðing­ur í rannsóknahóp Eiríks Steingrímssonar hlýt­ur 7.500.000 kr. styrk fyr­ir verk­efnið „Hlut­verk sjálfs­áts­gens­ins ATG7 í þróun krabba­meina.“

Dr. Stefán Sig­urðsson sam­einda­líf­fræðing­ur og dós­ent við Læknadeild HÍ hlýt­ur 4.000.000 kr. styrk fyr­ir verk­efnið „Áhrif stökk­breyt­inga í BRCA2 á vefja­sér­tækni og þróun krabba­meina.“

Dr. Valtýr Stef­áns­son Thors barna­smit­sjúk­dóma­lækn­ir hlýt­ur 2.814.000 kr. styrk fyr­ir verk­efnið „Miðlæg­ir bláæðal­egg­ir hjá börn­um með ill­kynja sjúk­dóma, fyr­ir­byggj­andi aðgerðir og eft­ir­lit með fylgi­kvill­um.“

Dr. Þór­ar­inn Guðjóns­son frumu­líf­fræðing­ur og pró­fess­or við Læknadeild HÍ hlýt­ur 4.560.000 kr. styrk fyr­ir verk­efnið „Hlut­verk non-cod­ing RNAs í greinóttri form­gerð og band­vefs¬umbreyt­ingu þekju­vefjar í eðli­leg­um og ill­kynja brjóstkirtli.“

Stefnt er að því að út­hluta ár­lega úr sjóðnum. Formaður sjóðsstjórn­ar er Stefán Ei­ríks­son lög­fræðing­ur og vara­formaður Sig­ríður Gunn­ars­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur.

Styrkþegar á mynd frá vinstri: Aðal­geir Ara­son, Birna Bald­urs­dótt­ir, Jóna Ingi­björg Jóns­dótt­ir, Erna Magnús­dótt­ir, Guðrún Valdi­mars­dótt­ir, Gunn­hild­ur Ásta Trausta­dótt­ir, Inga Reyn­is­dótt­ir, Stefán Sig­urðsson, Valtýr Stef­áns­son, Þór­ar­inn Guðjóns­son. Ljós­mynd/​Aðsend
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is