Dr. Ólafur E Sigurjónsson endurkjörinn forseti Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna ScSB

Tue, 21/03/2017 - 16:03 -- skb

Dr. Ólafur E. Sigurjónsson, dósent við Háskólann í Reykjavík, klínískur Prófessor við læknadeild og forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar í Blóðbankanum, var nýverið endurkjörinn forseti Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna (Scandinavian Society for Biomaterials). Ólafur stundar kennslu og rannsóknir í vefjaverkfræði og stofnfrumulíffræði og hefur verið meðlimur í lífvísindasetrinu frá stofnun þess.

Skandinavísku lífstoðefnissamtökin voru stofnuð árið 2008 og hafa það að markmið að tengja saman rannsóknarhópa sem stunda rannsóknir á lífstoðefnum (e. biomaterial)  á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Árlega halda samtökin ráðstefnu þar sem fengnir eru fyrirlesarar á heimsmælikvarða til að fjalla um hin fjölbreyttu málefni lífstoðefnafræðinnar. Ráðstefnansamtakanna var haldin á Ilsetra hótelinu í Hafjell í Noregi, 15.-17. mars þar sem Ólafur var endurkjörinn forseti samtakanna.

Samtökin leggja mikla áherslu á gefa ungu fólki tækifæri og hægt er að sækja um styrki til þeirra til að heimsækja rannsóknarstofur á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.

Nánir upplýsingar um Scandinavian Society for Biomaterials (www.scsb.eu)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is