Sigurður Rúnar hlýtur verðlaun fyrir veggspjald á alþjóðlegri ráðstefnu

Mon, 21/09/2015 - 13:49 -- skb

Sigurður Rúnar Guðmundsson, sem nýlega lauk meistaraprófi frá Læknadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaun fyrir veggspjald sitt á 19. ráðstefnu European Society for Pigment Cell Research sem haldin var í Edinborg 15.-18. september síðastliðinn. Veggspjaldið sem Sigurður kynnti fjallaði um greiningu hans á því hvaða hlutar MITF próteinsins ákvarða staðsetningu þess í kjarna.  Rannsóknavinna Sigurðar var unnin undir leiðsögn Dr. Margrétar Helgu Ögmundsdóttur og Próf. Eiríks Steingrímssonar við Lífvísindasetur Háskóla Íslands. Auk viðurkenningarskjals er Sigurði boðið á næstu ráðstefnu European Association for Cancer Research sem haldin verður í Manchester í júlí á næsta ári.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is