Þetta voru lokaorð Þórarins Guðjónssonar forseta Vísindafélag Íslendinga sem var á meðal þátttakenda í pallborðsumræðum á Rannsóknarþingi Rannís þar sem lögð var fram metnaðarfull stefna Vísinda- og tækniráðs 2013-2016. Stefna Vísinda- og tækniráðs leggur áherslu á fjögur meiginmarkmið:
- Mannauð og nýliðun.
- Samstarf og skilvirkni.
- Sókn og verðmætasköpun.
- Afrakstur og eftirfylgni
Illugi Gunnarsson mennta- og menningamálaráðherra lagði áherslu á, í opnunarræðu þingsins, að verið væri að veita meira fjármagni til samkeppnissjóðanna en öll árin fyrir 2013. Guðrún Nordal formaður vísindanefndar og Sveinn Margeirsson formaður tækninefndar lögðu bæði áherslu á, í erindum sínum, að hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu sem rennur til vísindastarfs hefði minnkað mikið á allra síðustu árum og væri komið langt fyrir neðan það sem gerist í nágrannalöndunum. Í hringborðsumræðum kom fram að þrátt fyrir háleit markmið Vísinda- og tækniráðs síðustu 10 árin hefði þeim markmiðum aldrei verið framfylgt í fjárlögum en forsætisráðherra er formaður ráðsins. Staðan væri raunar sú að ungir vísindamenn sem lokið hafa doktorsprófi ættu erfitt með að harsla sér völl í vísindum á Íslandi, einmitt á frjóasta skeiði starfsferils þeirra. Þessu til undirstrikunar risu yfir 40 ungir vísindamenn úr sætum með spurningamerki í hendi sem tákngerir þann niðursskurð sem boðaður er í fjárlögum til samkeppnissjóðanna og bitnar harðast á störfum ungra vísindamanna.
Deila um framlög til rannsóknasjóða - ruv.is 5. desember
Mótmæltu niðurskurði með spurningarmerkjum - visir.is 5. desember
Pereat ungra vísindamanna - mbl.is 5. desember
Ný stefna Vísinda- og tækniráðs gagnslaus - mbl.is 5. desember
570 milljóna niðurskurður í lok árs - mbl.is 5. desember
Niðurstkurður til rannsókna gagnrýndur - Sjónvarpsfréttir RÚV 5. desember
Vísindamönnum nóg boðið - Fréttablaðið 6. desember
Hætta á stöðnun í vísindum og nýsköpun - Morgunútvarp Rásar 2 6. desember
Vísindarannsóknir í hættu - Sjónvarpsfréttir 6. desember
Heill árgangur af vísindafólki rekinn - Dr. Arnar Pálsson dósent bloggar um efnið