Gríðaleg skerðing til rannsóknasjóða Rannís í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014

Thu, 24/10/2013 - 14:16 -- skb

Miklar umræður hafa átt sér stað hjá vísindasamfélaginu vegna fyrirhugaðra skerðinga til samkeppnissjóða Rannís í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 sem lagt var fram í október. Skerðingin nemur alls 265 milljónum árið 2014 og því til viðbótar er gert ráð fyrir 100 milljóna kr. skerðingu árið 2015 og að lokum 185 milljónum kr.árið 2016. Er þar með verið að rústa þeirri uppbyggingu sem nýlega fór af stað í eflingu innviða og vísndastarfs sem að öllum líkindum leiðir til óafturkræfra áhrifa fyrir samfélagið. Í því tilefni efndi Vísindafélag Íslendinga til málþings um gildi grunnrannsókna fyrir íslenskt samfélag, en sjá má málþingið í heild sinni í tengli sem hér fylgir með. Hér má finna stutta samantekt af málþinginu.

Fjöldi greina hafa birst í Fréttablaðinu nýverið þar sem vísindamenn lýsa áhyggjum sínum yfir því ástandi sem hér er að skapast.

visir.is 5. nóvember og Fréttablaðið 6. nóvember: Aðför að nýsköpun og hagvexti

Hádegisfréttir Bylgjunni 28. október: Þrír segja sig úr Vísinda- og tækniráði

Í bítið á Bylgjunni 28. október: Við verðum að efla rannsóknir

Fréttablaðið 26. október: Um vísindarannsóknir og fjárfestingar

Fréttablaðið 24. október: Fjöldauppsagnir ríkisins á ungum vísindamönnum

Fréttablaðið 10. október: Notagildi menntunar og lífsbarátta Háskóla Íslands

visir.is 2. október: "Framtíðin ekki björt í íslenska vísindageiranum“

Fréttablaðið 26. september: Rannsóknir - undirstaða framþróunar

Fréttablaðið 25. september: Mikilvægt að efla Rannsóknasjóð

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is