Join BMC

Interested in joining the BMC?

 
With its recognized and engaged faculty, BMC offers excellent opportunities for masters students, PhD fellows and postdoctoral fellows to participate in cutting-edge research. 

Masters and PhD Projects

1. Nýdoktor, Lífvísindasetur, Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Auglýst er eftir nýdoktor í verkefnið "Örvun náttúrulegs ónæmis fyrir hýsil varnir" (e. „Host directed therapy by activating innate immunity“) við Lífvísindasetur Háskóla Íslands. Verkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og RANNÍS. Áætluð byrjun er á vormánuðum 2019 í tvö ár með möguleika á árs framlengingu. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefnið er vistað hjá Lífvísindasetri HÍ við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að skilgreina boðleiðir í frumum sem tengjast náttúrulegu ónæmi manna í þekjufrumum lungna með áherslu á stjórnun á tjáningu örverudrepandi peptíða (antimicrobial peptides (AMPs). Örverudrepandi peptíð frá þekjufrumum mynda varnarvegg gegn örverum. Sýklar deyfa tjáningu örverudrepandi peptíða í þekjunni til að geta ráðist inní vefi okkar. Hægt er að koma í veg fyrir deyfingu á tjáningu varnarpeptíða með litlum sameindum sem hafa áhrif á boðleiðir þekjunnar og efla mótstöðu gegn sýklum. Rannsóknaverkefnið hefur að markmiði að greina áhrif nýrra efna sem örva náttúrulegt ónæmi og virkni þekjunnar. Boðleiðir, umritunarþættir og umritunarmengi þekjufrumna ásamt áhrifum ákveðinna sýkla á þekjuna verða til athugunar. 

Fræðilega er verkefnið á mótum frumulíffræði, lífefnafræði og ónæmisfræði og byggt á samstarfi prófessors Gudmundar H. Gudmundssonar (við Lífvísindasetur HÍ) og prófessor Birigitta Agerberth (Karoliska Institute). Nýlegar greinar í forgrunni rannsóknanna eru: 1) Miraglia E et al., Entinostat up-regulates the CAMP gene encoding LL-37 via activation of STAT3 and HIF-1¿ transcription factors. Sci Rep. 2016 Sep 16;6:33274. doi: 10.1038/srep33274, 2) Sarker et al., Phenylbutyrate counteracts Shigella mediated downregulation of cathelicidin in rabbit lung and intestinal epithelia: a potential therapeutic strategy. PLoS One. 2011;6(6):e20637. doi: 10.1371/journal.pone.0020637.

Hæfnikröfur

  • Umsækjendur þurfa að hafa doktorsgráðu í líffræði eða lífefnafræði.
  • Reynsla af frumuræktunum, sameindalíffræði og lífefnafræði rannsóknavinnu er nauðsynleg
  • Innsýn í lífupplýsingafræði og massagreiningar (massspectrometry) er kostur
    Færni í ensku í ræðu og riti er skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í apríl 2019. 

Umsókn skal fela í sér: i) ferilskrá (með lista yfir útgefnar vísindagreinar), ii) staðfest afrit af námsárangri í námskeiðum á háskólastigi (BSc, MSc), iii) Titill og útdráttur doktorsritgerðar, iv) hálf blaðsíðu um rannsóknaráhuga umsækjanda og styrkleika, v) hálfa blaðsíðu (hámark) um áhuga á verkefninu og hvað umsækjandi telur sig hafa fram að færa við mótun og vinnslu verkefnisins vi) nöfn þriggja umsagnaraðila og upplýsingar um hvernig má hafa samband við þá (nafn, staða, stofnun, netfang og símanúmer).

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Lífvísindasetur Háskóla Íslands (http://lifvisindi.hi.is/) er meginvettvangur rannsókna í frumulíffræði og sameindalíffræði tengdri læknisfræði. Lífvísindasetur Háskólans býður upp á alþjóðlegt rannsóknarumhverfi þar sem erlendum starfsmönnum og nemendum fjölgar ár hvert. Rannsóknaumhverfið er alþjóðlegt með fjölda sérfræðinga í sameindalíffræði, nýdoktora, doktorsnema og meistaranema. 

Á Verkfræði- og náttúruvísindasviði starfa 360 manns við rannsóknir og kennslu á sviði verkfræði og náttúruvísinda. Starfsumhverfið er alþjóðlegt enda eykst sífellt hlutfall erlendra starfsmanna og nemenda við sviðið, en fjórðungur bæði starfsmanna og framhaldsnema eru erlendir. Nemendur Verkfræði- og náttúruvísindasviðs eru um 2300 talsins í sex deildum. Þar af eru 350 í meistaranámi og 150 í doktorsnámi. Rannsóknarstofnanir sviðsins eru Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun sem tilheyra báðar Raunvísindastofnun, Líf- og umhverfisvísindastofnun, Verkfræðistofnun og Stofnun Sæmundar fróða sem er þverfræðileg stofnun og heyrir undir öll fræðasvið háskólans. 

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt nýjum matslista Times Higher Education.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.03.2019

Nánari upplýsingar veitir
Guðmundur H Guðmundsson - ghrafn@hi.is - 525 5276
 

Háskóli Íslands
Líffræðistofa, rannsóknir
Sturlugata 7
101 Reykjavík

Smelltu hér til að sækja um starfið

2. Masterproject in molecular biology and innate immunity

A master-project is available in a research project on human lung epithelia and cell signaling linked to innate immunity and defenses against microbes. During the last decades the importance of innate immunity in lung epithelium has been partially clarified but deficiencies in the system result in repeated infections. The research group has found novel ways to stimulate innate immunity in human epithelial cell lines against infections and central signal pathways affecting the epithelial barrier. The project is for two years and funded by RANNÍS. The research laboratory is located in Læknagardur and part of BioMedical Center University of Iceland.

Gudmundur Hrafn Gudmundsson professor of Cell biology in Life and Environmental Sciences

Contact for information ghrafn@hi.is

PhD and postdoctoral fellows

Group leaders at the BMC are always looking for highly motivated PhD fellows and postdocs. If there are currently no open calls posted on our website, excellent PhDs and postdocs are encouraged to apply to one of our groups for fellowships at any time. The chances for a position at BMC are increased significantly if you contact us well ahead of time. Please contact the Group Leader you wish to work with directly and please enclose the following materials:

1. Cover Letter/letter of interest
2. CV
3. Three (3) letters of reference 

Send email to skb@hi.is.

Work environment at BMC

BMC is a dynamic and international research centre. We offer good working conditions with excellent possibilities in an open, collaborative atmosphere. We offer state-of-the-art research facilities in modern laboratories. The research groups at BMC collaborate closely and all our young scientists (masters students, PhD fellows and postdocs) actively participate in all our activities.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is