Starts: 
Thursday, February 1, 2018 -
12:00 to 13:00
Specific location: 
stofa 343

Málstofa Lífvísindaseturs fimmtudaginn 1. febrúar kl 12 - stofa 343 Læknagarði

Fyrirlesari: Björg Þorleifsdóttir, lektor í lífeðlisfræði, Læknadeild HÍ

Titill: Lífklukkan - í takt við tímann

Stutt samantekt: Lífklukkan (líkamsklukkan) er frumuklasi í undirstúku heila spendýra, sem samhæfir lífeðlisfræðilega ferla lífverunnar. Virkni gena í þessum frumum, svokallaðra klukkugena, vex og hnígur reglulega en eiginsveiflan (endogenous rhythm) er þó að jafnaði lengri en 24 klst. Til þess að laga sveifluna að sólarhringnum þarf lífveran utanaðkomandi merki (zeitgeber). Í fyrirlestrinum verður farið yfir þætti sem hafa áhrif á gang lífklukkunnar en sérstaklega horft til dagsbirtunnar og hvernig birtumerkjum er miðlað áfram til annarra frumna líkamans.

Stutt ferillýsing: Björg lauk mastersnámi frá Christian Albrecht Universität Kiel þar sem lokaverkefni tengdist taugavirkni við hitastjórnun dýra sem falla í vetrardvala. Björg starfaði við svefnrannsóknir 1986-2001 á LSH, gestarannsóknarstörf við Centre for Chronobiology við University of Surrey, Englandi í eitt ár og kennslu við HÍ frá 2002.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is