Starts: 
Thursday, March 13, 2014 -
12:25 to 13:10
Specific location: 
Room 343

Málstofa Lífvísindaseturs verður haldin fimmtudaginn 13. mars kl. 12:25-13:10 í stofu 343 í Læknagarði.

Margrét Bessadóttir doktorsnemi mun fjalla um Áhrif fléttuefnis, með vaxtarhemjandi eiginleika, á fitusýru synthasa og innanfrumum boðleiðir í brjóstakrabbameinsfrumum ásamt mögulegri samvirkni með þekktu krabbameinslyfi. Leiðbeinandi hennar er Dr. Helga M. Ögmundsdóttir prófessor við Læknadeild HÍ.

Útdráttur: Fléttuefnið prótólichesterín sýra (+)-PA, einangrað úr íslenskum fjallagrösum, er 5-og 12-lípoxygenasa hindri og hefur vaxtarhemjandi áhrif á nokkrar gerðir krabbameinsfrumulína.  Efnabygging (+)-PA líkist efnabyggingu þekkts fitusýru synthasa (FASN) hindra, C75 og gæti því haft áhrif á fituefnaskipti í frumum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort vaxtarhemjandi áhrif (+)-PA tengdust áhrifum á FASN og HER2 í tveimur brjóstakrabbameinsfrumulínum, SK-BR-3 (oftjáir FASN og HER2) og T-47D (p53 stökkbreytt, tjáir ekki FASN og HER2). Niðurstöður gefa til að hindrun á FASN virkni séu aðaláhrif (+)-PA meðhöndlunar. Einnig kom fram samvirkni eftir meðhöndlun með (+)-PA og lapatinib en aðeins í SK-BR-3 frumum en ekki í T-47D frumum sem gefur enn frekar til kynna að (+)-PA verkar með því að hindra FASN en áhrif á HER2 tjáningu koma seinna. (+)-PA gæti því verið hentug til frekari rannsókna, annað hvort ein og sér eða í samsetningu með öðrum lyfjum gegn brjóstakrabbmeini með oftjáningu í HER2.

_____________________________________________________________

This week BMC seminar will be given by Margrét Bessadóttir PhD student at the Department of Medicine of the University of Iceland, supervised by Prof. Helga M. Ögmundsdóttir.

Title: Effects of anti-proliferative lichen metabolite, protolichesterinic acid on fatty acid synthase, cell signalling and drug response in breast cancer cells

Thursday 13 March at 12:25 in room 343 at Læknagarður

Abstract: The lichen compound (+)-protolichesterinic acid (+)-PA, isolated from Iceland moss, has been shown to inhibit 5-and 12-lipoxygenase and have anti-proliferative effects on several cancer cell lines. The chemical structure of (+)-PA is similar to that of a known fatty acid synthase (FASN) inhibitor, C75 and would therefore be predicted to affect lipid metabolism. The aim  of this study is to test whether the anti-proliferative activity of the lichen-derived substance (+)-PA is associated with effects on FASN and HER2 in two breast cancer cell lines, SK-BR-3 (overexpresses HER2 and FASN) and T-47D (p53 mutated, does not express HER2 and FASN). Results suggest that the primary effect of (+)-PA is inhibition of FASN activity. In addition, (+)-PA showed a synergistic effect with the HER2 inhibitor lapatinib only in SK-BR-3 cells, and not T-47D cells, further supporting the notion that (+)-PA acts by inhibiting FASN with secondary effects on HER2 expression. (+)-PA could therefore be a suitable agent for further testing, alone or in combination treatment against HER2 overexpressing breast cancer. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is