Starts: 
Thursday, October 16, 2014 -
12:00 to 12:40
Specific location: 
Room 343

Málstofa Lífvísindaseturs verður haldin fimmtudaginn 16. október kl. 12:00-12:40 í stofu 343 í Læknagarði.

Dr. Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir kennslustjóri framhaldsnáms Læknadeildar Háskóla Íslands mun fjalla um Yersinia ruckeri sýkingu í þorski, Gadus morhua (L.): Rannsókn á sýkjandi bakteríustofni og hýsilviðbrögðum.

Ágrip: Sýking Gram neikvæðu bakteríunnar Yersinia ruckeri veldur rauðmunnaveiki hjá laxfiskum og ýmsum fleiri tegundum ferskvatnsfiska um allan heim, en faraldri í þorski hefur ekki áður verið lýst. Nokkrar sermisgerðir Y. ruckeri eru þekktar, en sýkingar hafa einkum verið tengdar sermisgerð O1.

Faraldur af rauðmunnaveiki kom upp í eldisþorski í kjölfar bólusetningar á tilraunaeldisstöð fyrir sjávarfisk á Íslandi. Í þessari rannsókn var sjúkdómseinkennum, ónæmisviðbragði og sýklalyfjameðferð hjá þorski lýst. Ennfremur voru gerðar rannsóknir á eiginleikum hins sýkjandi stofns með sameindalíffræðilegum aðferðum. Faraldsfræði sýkingarinnar var könnuð með samanburði á Y. ruckeri úr þorski við stofna sem hafa verið einangraðir úr villtum- og eldisfiski af ýmsum tegundum og af ýmsum stöðum á Íslandi undanfarin ár.

Niðurstöður leiddu í ljós að rauðmunnaveiki getur borist á milli hjarða af ferskvants- og sjávarfiski. Meðhöndlun með sýklalyfi, sem bakterían er mjög næm fyrir, útrýmdi ekki sýkingunni. Skýringin er trúlega eðli ónæmisviðbragða þorsksins, sem leiðir til langvarandi hnúðóttrar sýkingar.

Hér má nálgst nýútkomna grein um efnið.

________________________________________________________

This week BMC seminar will be given by Dr. Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir administrator for post graduate studies of Faculty of Medicine, University of Iceland.

Title: Yersinia ruckeri Infection in Atlantic cod, Gadus morhua (L.): a Study of the Infective Strain and Host Responses

Thursday 16th October, 12:00-12:40 in room 343 at Læknagarður

Abstract: Yersiniosis in fish is a significant bacteria septicaemia caused by the Gram negative bacterium Yersinia ruckeri. The pathogen has a wide geographical distribution and has mainly been a problem in intensive rearing of salmonids, but infections in other species reared in fresh water have also been reported. Several serotypes are recognised among Y. ruckeri strains, but infections have largely been associated with serotype O1.

An yersiniosis outbreak occurred in farmed Atlantic cod following vaccination on an experimental sea fish farm in Iceland. The study describes disease signs, host responses and antibiotic treatmentin infected cod. Furthermore, the infective strain will be characterized, using molecular methods, and compared to strains isolated from other fish species in Iceland in the last decade and a type strain of Y. ruckeri.

The results suggest that yersiniosis can be spread between populations of freshwater and marine fish. Treatment of infected cod with antibiotic did not eliminate the infection, which can be explained by the immune response of cod producing prolonged granulomatous infection.

A new publication from this work

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is